Minnkun rafsegulsviðs þar sem við sofum og jarðbindingar

Ég hef mælt rafsegulsvið í kringum útvarpsvekjaraklukkur og þær tölur sem ég sé eru margfalt hærri en mega vera. Þetta mæli ég þó svo að slökkt sé á útvarpinu. Hvað er til ráða? Það ljóst að við erum jafn misjöfn og við erum mörg en á einn eða annan hátt hefur hátt rafsegulsvið einhver áhrif á okkur. Margir upplifa svefnleysi og ýmsan vanlíðan. Það þarf ekki að sanna það vísindalega ef við sofum illa heima hjá okkur en betur í sumarbústaðnum. Kannski þurfum við að horfa á það hvaða tæki eru við höfðalagið hjá okkur. Nokkur atriði sem þarf að hafa hugfast: að fjarlægja spennugjafa og hleðslutæki frá náttborðunum, setja útvarpsvekjaraklukkuna í hornið lengst frá rúminu(eða í geymsluna við hliðina á fótanuddtækinu). Við barnarúm skal aldrei hafa afspilunartæki í sambandi á borði við hliðina á rúminu. Hvernig minnkum við rafsegulsvið almennt í íbúðinni/húsinu? Það gerum við með því að tryggja það að gott jarðskaut sé á húsinu, en það virðist vefjast fyrir fagaðilum og skoðunarstofum hvað sé jarðskaut. Veitur eru að fjarlægja varnarskaut húsa með því að breyta inntökum vatnslagna úr málmi í plast og gera sér enga grein fyrir því að þar með eru þeir að brjóta lög! Reglugerðin segir: „208-2 g) skylt er að prófa virkni hlífðarjarðtengingar samkv. 251 áður en virki er tekið í notkun.“ Þetta þýðir  það að veitan má ekki spennusetja hús án þess að mæla varnarskautið/jarðskautið. Þetta þýðir svo aftur það að ef veitan er búin að fjarlægja varnarskautið í þínu húsi og skipta því út fyrir plast án þess að gera ráðstafanir með tengingu við nýtt varnarskaut/jarðskaut má í raun ekki vera straumur á þinni rafmagnstöflu! Hver ber ábyrgðina þegar þetta er gert? Skoðunarstofa? Veitan? Samorka? Orkustofnun? Iðnaðarráðuneytið? Já þetta er flókið mál fyrir venjulegt fólk að skilja og í raun hægt að segja venjulegu fólki hvað sem er þar sem því er ekki kleift að lesa sig í gegnum reglugerðina. Mér er það orðið ljóst að fagaðilar hér á íslandi eru ekki heldur að skilja þetta. Ég les reglugerðina og hún er mjög skýr hvað þetta varðar þó svo að það séu einnig rangfærslur í henni sem stangast á við aðra hluta hennar. Hvað skal gera þegar skoðunarstofur og samorka snúa sér undan og segja hluti eins og „..þetta hefur nú bara alltaf verið gert svona“  „.. það hefur bara aldrei verið sett út á þetta“  „.. við munum skoða það að breyta þessu ef við fáum boð um það frá okkar yfirvaldi“! hvað er í gangi hér? Hér er spurning hvort þetta lesvandamál fagaðila verði ekki bara leyst með stjórnsýsluákæru? Ég veit ekki hvernig á annars að koma mönnum í skilning um að verið er að brjóta lög um frágang jarðbindinga og afleiðingarnar eru aukið rafsegulsvið og rafmengun í húsum með tilheyrandi óþægindum fyrir notendur veitunnar.

Police farinn að sofa!

 


Svar við skrifum Gests gunnarssonar um rafmengun frá 10 febrúar 2008

Ég hef beðið velvakanda að birta grein mína um svar við skrifum Gests Gunnarssonar og hér kemur hún eins og hún var birt og með henni opna ég hér með blogg-síðu mína og vona að fólk sjái sér fært að skrifa sýna upplifun um rafmengun.

Rafmengun! 

Ég hef ritað nokkrar greinar í morgunblaðið undanfarið ásamt Halli Hallssyni varðandi jarðbindingar, rafmengun og reglugerð um raforkuvirki. Ég las áhugaverða grein eftir Gest Gunnarsson tæknifræðing þ. 10.02.2008 og vissi þá að ég hefði séð einhversstaðar svar við þeirri spurningu sem hann varpaði fram í grein sinni og var svohljóðandi: „Sólin sendir frá sér eindir (m.a. prótónur og nevtrónur), segulsvið jarðar fangar hluta þeirra einda sem hingað berast og verður hluti orku þeirra sýnileg sem norðurljós. Er mögulegt að flökkustraumar í byggingum fangi svona eindir og husanlega hættulegri eindir (geimgeislun) sem eru lengra að komnar? Geta svona eindir runnið eftir steypustyrktarjárni eins og ljós eftir ljósleiðara?“

 

Eftir nokkra leit fann ég hvar ég hefði lesið svarið en það var í fyrirlestri Valdemars Gísla Valdemarssonar frá því í Norræna húsinu þann 29.04.1997 en þar kemur fram í seinni hluta fyrirlestrar hans svarið við spurningu Gests Gunnarssonar. „Nú eru blikur á lofti um að þessar rannsóknir séu að taka óvænta stefnu. Denis Henshaw prófessor hjá Háskólanum í Bristol hefur sýnt fram á áður óþekkta eiginleika rafsviðs. Honum hefur tekist að sýna fram á að rafsvið hefur aðdráttarkraft sem veldur því að háspennulínur og rafmagnshlutir með hátt rafsvið soga til sín rykagnir, rakaagnir og örveirur. Þetta hefur gerbreytt myndinni sem unnið er eftir í rannsóknum á þætti háspennulína. Þessar rannsóknir Denis Henshaws hafa verið studdar með rannsóknum í háskólanum í Bergen í Noregi. Þar var sýnt fram á að efnamengun í jarðvegi væri meiri undir háspennulínum en fjær þeim. Þetta sýnir að í nágreni við háspennulínur er meiri mengun en annarsstaðar og erlendis þýðir það uppsöfnun á geislavirku radongasi, (sem hefur verið sýnt fram á) og hættulegum kemiskum efnum sem svífa um í lofti. Þetta gæti eftil vill útskýrt tíðni barnahvítblæðis þar sem áspennulínur eru og má þá segja að það eigi ekki við hér á landi. Ennfremur hefur Denis Henshaw og félagar sýnt fram á að bakteríur dragast að rafsviði. Hann hannaði sérstaka límborða sem safna sýnishorni úr loftinu og límdi á venjulegan hárblásara sem hafður var í sambandi inni í baðherbergi. Þessi tilraun var endurtekinn með hárblásariann ótengdan. Tíminn var jafnlangur og öll skilyrði þau sömu. Niðurstöður sýndu svo ekki var um villst að bakteríur voru mun fleiri í sýnishorninu sem tekið var með blásarann í sambandi en ekki. Þetta mætti hugsanlega heimfæra yfir á svefnherbergi með útvarpsvekjara á náttborðinu. Mikið rafsvið,- mikið af bakteríum? Jafnframt mætti velta því fyrir sér hvort þetta eigi ekki við ryksöfnun í heimilistækjum eins og t.d. sjónvörpum, útvörpum og hljómflutningstækjum. Rafsviðið sem myndast inni í þessum tækjum og kring um þau, soga til sín ryk og óhreinindi og að viðbættum fituögnum frá eldamennsku eða sígarettum gerir þessi tæki að eldsmat. Það kemur að því að neisti hleypur í rykinu og kveikir í.“

 

Þetta er mjög gagnleg umræða og það sérstaklega í ljósi þess að fréttir hafa verið um að setja háspennulínur í jörðu. Aðilar hafa einungis verið að horfa til fagurfræðilegs þáttar í þessu samhengi en ekki til þess hvaða áhrif það hafi á jarðárur. Hvað með háspennulínur sem nú þegar liggja í jörðu allt í kringum okkur í borginni? Brynjólfur Snorrason frumkvöðull á Akureyri hefur verið að skoða þessi mál og ég veit að hann á til mikið af gögnum varðanid þessi atriði sem hann hefur verið að skoða bæði hérlendis og erlendis síðastliðin 20-30 ár. Það er áhugavert að sjá að háskólarnir eru að komast að sömu niðurstöðu og Brynjólfur Snorrason var fyrir all nokkrum árum. Er hugsanlegt að við getum komist lengra hér á Íslandi í þessum rannsóknum heldur en þeir í útlöndum! Ég er þess fullviss að ef við drögum saman góðan hóp ýmmissra vísinda- og áhugamanna úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins getum við verið þessir útlendingar sem senda frá okkur niðurstöður sem vekja heimsathygli. Þessar umræður eru mjög gagnlegar og mikil þörf á að komast að einhverjum niðurstöðum með frekari rannsóknum. Fjöldi fólks er að kvarta um rafmengun í þeirra húsum en vísindin segja að það sé nú ekkert að marka fólkið því að það geti verið svo margt annað sem getur haft áhrif á vanlíðan annað en rafmagn. Þrátt fyrir þetta er fólk að fullyrða að það sofi miklu betur í sumarbústaðnum en á hemili sínu í borginni. Heimilin eru að upplifa: að perur endast óeðlilega stutt, lampabúnaður ofhitnar og skemmist, hiti í ramagnsstrengjum, hiti í rafmagnstöflum, blikk á dimmum og flökkt í flúrperum, rafeindabúnaður er að endast ílla, tölvur eru að bila óeðlilega mikið, rykhnoðrar myndast á 1-2 sólarhringum og svefnleysi. Er fólk að upplifa álíka hluti sem það getur sagt okkur frá?

 

Hefjum rannsóknir!

Svanbjörn Einarsson

Bsc. rafmangstæknifræði


Um bloggið

Svanbjörn Einarsson

Höfundur

Svanbjörn Einarsson
Svanbjörn Einarsson
Höfundur er Rafmagnstæknifræðingur og með mikinn áhuga á bættum jarðbindingum í húsum ásamt lækkun rafsegulsviðs og rafmengunar í byggingum. Vill vekja stjórnvöld til umhusunar um mælingar og úttekt á þessum málum á Íslandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...aspennulina
  • Flúrperur lýsast upp undir háspennulínum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband